Heimasíða Fiskistofu
  • A-
  • A
  • A+
Spurt og svarað

Q:

Hvað er Uggi - upplýsingagátt Fiskistofu?

A:

Uggi er rafræn upplýsinga- og þjónustugátt Fiskistofu á vefnum. Ýmsar þjónustur verða aðgengilegar í Ugga, svo sem yfirlit skipaflota og upplýsingar sem tengjast veiðum, rafræn umsóknareyðublöð, og þess háttar.
Notendur geta jafnframt fylgst með afgreiðslu sinna mála í málaskrá.
Slóðin á Ugga er uggi.fiskistofa.is

Q:

Hvernig sæki ég um aðgang?

A:

Smella á "Nýskráning" á forsíðu til að komast í umsóknarform
Slá inn kennitölu fyrirtækis - ef útgerð er á kennitölu einstaklings þá slá inn kennitölu hans
Slá inn frekari upplýsingar, svo sem símanúmer, tengilið, o.þ.h.
Samþykkja skilmála og smella á "Senda".
Veflykill (notandanafn og lykilorð) sendist í netbanka fyrirtækis - ef um einstakling er að ræða þá sendist í netbanka hans
Hægt að finna veflykil í netbanka undir "Rafræn skjöl"

Q:

Hvar finn ég veflykilinn sem ég fékk sendan við nýskráningu ?

A:

Í netbanka þess sem sótti um.
Ef sótt var um aðgang í nafni fyrirtækis þá fer veflykill í netbanka fyrirtækisins.
Ef sótt var um aðgang í nafni einstaklings þá fer veflykill í netbanka einstaklings.
Hjá Arion banka, Landsbanka, Byr, MP, og sparisjóðum er veflykillinn undir "Yfirlit" --> "Rafræn skjöl"
Hjá Íslandsbanka er hann undir "Yfirlit" --> "Netyfirlit"
Heiti skjalsins er "Lykilorð frá Fiskistofu"

Q:

Hver er munur á yfirnotanda og undirnotanda ?

A:

Yfirnotandi hefur fullan aðgang að öllum rafrænum þjónustum sem tengjast fyrirtæki hans. Þegar aðgangur er stofnaður fyrir fyrirtæki þá sendist veflykill í heimabanka þess og er handhafi þessa veflykils jafnframt skilgreindur sem yfirnotandi.
Yfirnotandi getur stofnað aðgang fyrir undirnotendur með því að fara í "Umsjón" --> "Notendur" og í framhaldinu gefið honum aðgang að fyrirfram skilgreindum þjónustum.
Yfirnotandi getur jafnframt gefið öðrum notendum Yfirnotanda-aðgang.

Q:

Hvaða veiðileyfi er hægt að sækja um rafrænt á Ugga?

A:

Almenn veiðileyfi:
Aflamarksleyfi
Krókaaflamaksleyfi

Grásleppuveiðileyfi

Strandveiðileyfi

Dragnótarveiðileyfi.

Sérveiðileyfi:
Leyfi til síldveiða með vörpu
Gulllaxleyfi.

Frístundaleyfi:
Leyfi til frístundaveiða án aflamarks
Leyfi til frístundaveiða með aflamarki
Leyfi til frístundaveiða með krókaafalmarki

Leyfi til rauðmagaveiða í net

Leyfi til veiða á sæbjúgum

Leyfi til veiða með dragnót í Faxaflóa(Skarkoli)

Leyfi til krabbaveiða í Faxaflóa

Leyfi til Kúfiskveiða

Leyfi til veiða á Beitukóngi

Leyfi til veiða á Ígulkerjum

Leyfi til innfjarðarækjuveiða
Arnarfjörður
Ísafjarðardjúp
Skjálfandaflói
Eldeyjarsvæði

Leyfi til veiða utan íslenskrar lögsögu:
Leyfi til veiða á norsk-íslenskri síld
Leyfi til veiða á Flæmingjagrunni
Leyfi til veiða á Úthafskarfa
Leyfi til veiða á Kolmunna
Leyfi til veiða á Þorski í norskri lögsögu
Leyfi til veiða á Þorski í rússneskri lögsögu

Leyfi til Makríl veiða

Q:

Hvernig sæki ég um veiðileyfi, t.d. grásleppu- eða strandveiðileyfi ?

A:

Fyrst þarf að sækja um aðgang að Ugga skv. leiðbeiningum að ofan
Innskrá sig með notandanafni og lykilorði (veflykill sem var sendur í netbanka) í innskráningarreit hægra megin
Eftir innskráningu, fara í veftré vinstra megin, smella á "Umsjón/Þjónustur"
Smella á það leyfi sem sækja skal um, t.d. "Grásleppuveiðileyfi" eða "Strandveiðileyfi"
Umsóknarform birtist á skjánum þar sem búið er að forfylla upplýsingar varðandi útgerðaraðila
- Hér þarf að velja skip, veiðisvæði, og byrjunardagsetningu veiða
--- Athugið að einungis þau skip sem hafa gild grásleppuréttindi birtast í vallista skipa. Ef skip er með leyfi í geymslu (grásleppa) þarf að hafa samband við Fiskistofu til að virkja það.
- Smella á "Næsta skref", þá birtist umsóknin til skoðunar
--- Ef þarf að breyta einhverjum atriðum þá er hægt að smella á "Til baka" hnappinn til að fara aftur í umsóknarformið
--- Neðst í umsókninni kemur fram hvort einhver atriði hindri útgáfu leyfis, svo sem ef skip hefur ekki gilt haffærisskírteini.
--- Ef öllum skilyrðum leyfisveitingar er fullnægt er hægt að senda inn umsókn með því að smella á "Senda".

Eftir að umsókn hefur verið send inn er hægt að fylgjast með afgreiðslu hennar í málaskránni sem er að finna undir "Málin mín" í veftrénu.

Q:

Hvert er ferli umsókna?

A:

Starfsmaður Fiskistofu tekur við innsendri umsókn og samþykkir hana ef öllum skilyrðum leyfisveitingar er fullnægt.
Greiðslukrafa fyrir veiðileyfagjaldi er gefin út og hægt er að greiða hana í heimabanka
Þegar krafa hefur verið greidd er veiðileyfið gefið út og birtist það í málaskrá umsækjanda, "Málin mín, sem PDF skjal.
Sjá nánar varðandi tímasetningar í "Hve langan tíma tekur að fá útgefið veiðileyfi?"
Mælst er til að veiðileyfishafi prenti út veiðileyfið og hafi um borð í skipi

Q:

Hvar get ég nálgast útgefið veiðileyfi?

A:

Í málaskránni undir "Málin mín".
Þegar búið er að greiða fyrir veiðileyfið þá verður það sýnilegt í málaskránni sem PDF skjal sem hægt er að skoða á skjá og prenta út.
Sjá nánari skýringu varðandi tímasetningar í "Hve langan tíma tekur að fá útgefið veiðileyfi?"

Q:

Hve langan tíma tekur að fá útgefið veiðileyfi?

A:

1 - 2 sólarhringa ef öllum skilyrðum leyfisveitingar er fullnægt.

Athugið að greiðslur berast frá bankakerfinu til Fiskistofu (í gegnum Fjársýslu ríkisins) einu sinni á sólarhring þriðjudag til laugardags, yfirleitt milli 4 - 5 á nóttunni.
Ef greiðsluseðill er greiddur fyrir kl 21 mánudag til föstudag, þá verður leyfið útbúið sjálfkrafa morguninn eftir.
Ef greitt er eftir kl 21 verður leyfið tilbúið þarnæsta morgun.
Ef greitt er eftir kl 21 á föstudag verður leyfið tilbúið næsta þriðjudagsmorgun.

Q:

Hvenær þarf að vera búið að greiða veiðileyfagjaldið ?

A:

Greiða verður fyrir veiðileyfið í síðasta lagi fyrir kl. 21 næsta virka dag á undan upphafsdegi veiðitímabils, að öðrum kosti fellur umsókn niður

Q:

Hvernig endurheimti ég týnt lykilorð ?

A:

Smelltu á "Týnt lykilorð" á forsíðu Ugga
Ef um fyrirtæki er að ræða skal slá inn kennitölu þess og þá sendist nýr veflykill í netbanka fyrirtækis.
Ef aðgangur að Ugga er á kennitölu einstaklings þá slá inn kennitölu hans og nýr veflykill sendist á netfang hans.
Ef undirnotandi glatar lykilorði þá þarf hann að biðja yfirnotanda hjá fyrirtækinu að breyta fyrir sig lykilorði